Verið öll hjartanlega vekomin(n) þar sem Stórhöfðinginn lætur móðinn mása

Á þessari síðu virðra ég, Pálmi Freyr skoðarnir mínar, lífsviðhorf og vangaveltur og lýsi atburðum í lífi mínu og samskiptum mínum við samborgara mína. Gestum er velkomið að gera athugasemdir burt sé hvort þeir eru sammála höfundi eðurei. Þó er gestum bent á að gæta háttvísi og almennri kurteisi í skrifum sínum. Góða skemmtun!!

Vafraðu um


nattsud

Tónlist


Síðasta mannaða veðurath.dagur á Stórhöfða

atburður liðinn í

5 ár

11 mánuði

19 daga

Um mig

Nafn:

Pálmi Freyr Óskarsson

Farsími:

Samsung s4

MSN netfang:

palmi_freyr@hotmail.com

Afmælisdagur:

13.júní og fæðingarár 1974

Heimilisfang:

Faxastígur 12

Staðsetning:

Í miðjum Vetmannaeyjabæ

Heimasími:

Er í símaskránni & ja.is

Um:

mig í stuttu máli: "Góður strákur og gerir engum flugumein" Svo segir Gloría vinkona

Uppáhalds bíómynd(ir):

Enginn ein sem kemur upp í hugann

Uppáhalds tónlist:

Er 99% alæta á góðri og fjölbreytilegri tónlist

Uppáhalds manneskjur:

Ég sjálfur.......Hmmmm....

Uppáhalds matur:

Kemur margt til greina....

Eftirminnilegast:

Hef ekki hugmynd?????

Eldra efni

Veðrið á íslensku á Tístinu.

.....

- Athugið ef einhver hefur áhuga á að fá mig til þess að dj-að (gegn vægu gjaldi) þá er bara að hafa samband við mig í síma 6975426. Eina skilyrði er að ég þurfi bara að mæta á svæði og stinga dj-græjunum mínum í samband við magnara og hátalara. Og lika hafa skemmtanaleyfi (þar sem það þarf).
Athugið að allskonar tónlistarstefnur eru gangi hjá mér annað enn Techno. Reyndar eru til margar afbrigði af þeirri stefnu......
-------------------------------------------------------------------------------------

Norskt veður á tístinu

Breskt veður á Tístinu

Tenglar

Veðrið á íslensku á Tístinu.

xxx

DJ Stórhöfði on Facebook

Dj Stórhöfði á Faceinu

DJ Stórhöfði on Facebook

Vestmannaeyjatíst/Tweet

Tónlist 2018

-----------Tónlist 2019 (Myndbönd-------------------------------------Tónlist 2019-------------------------------------------------------Rapp / Hipp hop 2019------
--------------Techno 2019---------------------------------------------Trance 2019-----------------------Drum and Bass 2019-----------------------------------------Bassi 2018 (Dubstep, Drumstep, Trap, Bass Music, Electro House----------------ATHUGIÐ ég er búinn að búa til tónlistarsíðu https://tonlistarsafn-dj-palma-storhofda.blogspot.com/ Hún er samt soldið mikið hrá. Þarf að fínpússa hana í framtíðinni. :)

-------------------
Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 93
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 3641523
Samtals gestir: 323828
Tölur uppfærðar: 18.4.2019 22:00:56

Flokkur: ÓJS-Safnabankinn

01.03.2011 17:28

Fýll endurheimtur 41 ári síðar

Fýll sem var merktur 17. október 1970 endurheimtur!

01. mars 2011 kl.15:22

Merktur fýll kom í fiskinet við Eyjólfsklöpp suðvestur af Heimaey 18. febrúar síðast liðinn og leit merkið út fyrir að vera nokkuð gamalt. Haft var samband við Óskar Sigurðsson í Stórhöfða en hann hefur merkt ófáa fýla í gegnum tíðina. 
 
Fýll á flugi við Ofanleitishamar á Heimaey.
 
 

Í ljós kom að Óskar hafði merkt þennan fýl fullorðinn í Stórhöfða 17. október 1970. Því var fýllinn að minnsta kosti 41. árs! Aldrei hefur liðið eins langur tími frá merkingu að endurheimt á þeim fuglum sem Óskar hefur merkt, fyrra met var 36 ár. Frá Náttúrufræðistofnun Íslands fengust þær upplýsingar að elsti merkti fýllinn hafi náðst lifandi 43 ára og 11 mánaða gamall í Bretlandi svo þetta er ekki met. Merkinu verður nú komið til Náttúrufræðistofnunar Íslands en þar er haldið utan um fuglamerkingar á Íslandi.


http://nattsud.is/?p=100&i=149Þriðjudaginn 01. mars kl. 16.37

41 árs gamall fýll kom í fiskinet við Vestmannaeyjar

- Óskar Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða merkti fuglinn fullorðinn 17. október 1970

41 árs gamall fýll kom í fiskinet við Vestmannaeyjar 
Mynd: Náttúrustofa Suðurlands.


41 árs gamall fýll flæktist í fiskinet við Vestmannaeyjar 18. febrúar síðastliðinn.  Um var að ræða fýl sem merktur var af Óskari J. Sigurðssyni, vitaverði og veðurathugunarmanni í Stórhöfða 17. október 1970.  Það þýðir að fuglinn er, að minnsta kosti 41 árs gamall en fýllinn var merktur fullorðinn.  Aldrei áður hefur liðið jafn langur tími frá merkingu fugls þar til hann var endurheimtur hérlendis.

Óskar hefur í gegnum tíðina merkt fjölda fugla en fyrra metið var þegar lundi var veiddur, 36 árum eftir að Óskar hafði merkt hann.
 
Elsti merkti fýllinn sem náðst hefur lifandi var hins vegar 43 ára og 11 mánaða gamall en hann náðist í Bretlandi.
 
Merki fýlsins verður komið til Náttúrufræðistofnunar Íslands en þar er haldið utan um fuglamerkingar á Íslandi.
 
Nánar má lesa um þetta á vef Náttúrufræðistofnunar Suðurlands, www.nattsud.is

09.03.2010 04:23

Heimsmethafinn í vitanum verður sýnd á RÚV 21. mars 2010

Heimsmethafinn í vitanum

Einn af elstu vitum Íslands, Stórhöfðaviti, er talinn veðraversta veðurstöð landsins. Þar ræður ríkjum Óskar J. Sigurðsson vitavörður, sem hefur stundað veðurathuganir frá 1952.

Auk þess hefur Óskar sett heimsmet í fuglamerkingum. Hann hefur merkt yfir 88 þúsund fugla og er enn að.

Óskar er síðasti vitavörðurinn á Íslandi. Sjálfvirk mælitæki hafa í gegnum árin leyst vitaverði af hólmi. Starfsemin í Stórhöfða er aftur á móti ennþá svo fjölbreytt að það er óhugsandi að þar verði ekki spáð í veður, fuglar merktir og þeim hjúkrað og fylgt eftir á ferðum sínum um heiminn.

Saga Óskars - síðasta vitavarðarins - er einstök saga einbúa sem hefur alið allan sinn aldur í vita.

Jón Karl Helgason kvikmyndaði, klippti og stýrði gerð myndarinnar. Handrit skrifaði Kristín Jóhannsdóttir og tónlist sömdu Arnar Ólafsson og Birgir Hilmarsson.

Framleiðandi er JKH-Kvikmyndagerð.

Textað á síðu 888 í Textavarpi.

http://dagskra.ruv.is/nanar/8740/

Verður sýnd kl. 19:35 sunnudaginn 21. mars 2010 í Ríkissjónvarpi allra landsmanna.

24.07.2009 07:39

Lundaveiði gerir ekki út af við stofnin

24. júlí kl. 07.23

Fimm daga lundaveiði hefst á morgun:

Veiðin gerir ekki út af við stofninn

-Erum sáttir við fimm daga veiði - Allt er betra en algjört stopp segir Hallgrímur Tryggvason, formaður Bjargveiðimannafélags Vm.

Veiðin gerir ekki út af við stofninn  
Hallgrímur Tryggvason, formaður Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja.

Á morgun, laugardag má hefja veiðar á lunda í Vestmannaeyjum en samkvæmt samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar, Náttúrustofu Suðurlands og Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja, verður lundaveiðitímabilið aðeins fimm dagar í ár, frá 25. til 29. júlí.  Staða stofnsins hefur ekki verið góð undanfarin ár og því er brugðist við með þessum hætti.

 

 

Hallgrímur Tryggvason, formaður Bjarg­veiði­mannafélags Vestmannaeyja, segir félagsmenn ekki ósátta við takmörkun á lunda­veiði. Þar sé verið að bregðast við afkomu­bresti undanfarin ár sem megi rekja til skorts á æti. Veiðin hafi ekkert með það að gera og allt of djúpt sé tekið í árinni þegar mjög hófleg veiði Eyjamanna er kölluð rányrkja.

"Í fyrra var leyft að veiða í fimmtán daga, frá 10. til 25. júlí en í ár fórum við fram á að fá að veiða í tíu daga," sagði Hallgrímur. "Náttúrustofnun vildi algjört bann, það vildu bæjaryfirvöld ekki og var sæst á fimm daga frá 25. júlí nk. Erum við sáttir við það því allt er betra en algjört stopp og allir eru sammála um að láta lundann láta njóta vafans," bætti Hallgrímur við.

Verður fjölmennt í eyjarnar 25. júlí? "Það er ómögulegt að vita en hjá okkur í Suðurey verður fullsetið. Eftir þessa fimmtán daga í fyrra átti að endurskoða ákvörðunina en vegna mikils pysjudauða var ákveðið að hætta," sagði Hallgrímur sem bendir á að dagafjöldi segi ekki allt um veiðina.

"Núna er mikið uppi af lunda og í fyrra var líka hellings lundi en hann gaf sig ekki. Var því bæði lítil sókn og lítil veiði. Við höfum heldur enga trú á að við gerum út af við stofninn. Þetta eru bara nokkrir karlar sem labba upp á fjall með prik með neti á öðrum endanum til að veiða sér í soðið. Við klárum ekki stofn sem telur milljónir. Við erum samt sammála um að þetta er skrýtið ástand en það hefur oft verið lítil veiði áður."

Hallgrímur sagðist vera sammála vís­inda­mönnum um að ungfuglinn vanti. "Við sáum hann lítið sem ekkert í fyrra og það hafði áhrif á veiðina. Hann gefur sig frekar til en eldri fuglinn sem flýgur lengra og er ekki eins forvitinn. Það vantar æti sem er ástæðan fyrir þessu, en veiðin hefur ekkert að segja og fráleitt að tala um rányrkju."

Hallgrímur sagðist líta á veiðarnar í ár sem vísindaveiðar. "Við verðum að gefa upp allar tölur og taka mynd af hverjum fugli svo hægt verði að aldursgreina hann á goggnum. En ef veðrið verður eins og það hefur verið undanfarna daga verður engin veiði. Það er hin nátt­úru­lega vernd," sagði Hall­grímur að endingu.

Viðtalið við Hallgrím birtist í Fréttum.

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=29784


Væntanegur athugnarsemdartexti kemur hér síðar í dag eða kvöld. Þar sem þessi blessaði maður talar þurs og kruss (út og suður).

22.07.2009 17:20

Svona gera lundaveiðimenn ekki (Eyjafrettir.is)

22. júlí kl. 16.32

Marinó pípari og Óskar í Höfðanum ósáttir:

Svona gera alvöru lunda­veiði­menn ekki

Svona gera alvöru lunda­veiði­menn ekki  
"Eitt aðalstolt lundaveiðimanns­ins er að segja að þeir veiði aldrei fugl sem er í varpi," segir Marinó Sigursteinsson.

Marinó Sigursteinsson, pípulagn­ingameistari og Óskar Sigurðsson í Stórhöfða vara við lundaveiði í sumar. Segja lítið af ungfugli og það sé ekki sæmandi alvöru lunda­veiðimönnum að veiða við þessi skilyrði.

Marinó hefur undanfarin sumur aðstoðað vísindamenn við að kanna ástand varpstofnsins með holumyndavél sem sýnir hvað raunverulega er að gerast í lundaholunum. Og það sem þeir hafa séð í sumar sýnir mjög slæmt ástand lundans. 

"Það ætlar að verða mjög svipað ástand á lundastofninum og á síð­asta ári," sagði Marinó, varpið sé slakt og mjög seint á ferðinni.

"Eitt aðalstolt lundaveiðimanns­ins er að segja að þeir veiði aldrei fugl sem er í varpi, það er að lunda sem ber síli í pysjuna sé alltaf gefið líf. Og alvöru lunda­veiðimenn veiða einfaldlega ekki þennan fugl. Varpið var það seint í ár að þegar lundaveiði er leyfð frá 25. júlí, á laugardaginn, er í fæst­um tilfellum kominn ungi. Sem segir okkur að miklar líkur eru á að þeir sem þá bregða háfi á loft eru að veiða varpfugl. Ungur fugl er varla til, er þetta fjórða eða fimmta árið sem varpið misferst. Göngum vel um náttúruna," sagði Marinó sem kvaðst tala bæði fyrir sig og Óskar og fleiri áhugamenn um lundastofninn.

Nánar er fjallað um lundastofninn í Fréttum og er m.a. rætt við Erp Snæ Hansen, líffræðing hjá Náttúrustofu Suðurlands, Hallgrím Tryggvason, formann Bjarg­veiði­mannafélags Vestmannaeyja og þau Elínborg Sædís Pálsdóttir og Hálf­dán Helgi Helgason sem rannsaka varplíffræði lund­ans í Vestmannaeyjum.

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=29771

Ef þið eru sammála þessu þá endilega skráið ykkur á Andlitsbóka-hóp (Facebook group) sem heitir "Verndum lundann" hér.

20.07.2009 16:55

Bretar segja segja að elsti lundi Evrópu sé Breskur

xxxxxx

Europe's oldest puffin, 34, found

Puffins
The experts believe they could find puffins even older than 34 in the future.

Ornithologists say they have found the oldest known puffin in Europe on an island off the west coast of Scotland.

The experts who were on a bird-ringing expedition in the Shiant Isles in the Hebrides said they have discovered a puffin first ringed over 34 years ago.

The puffin, caught on Rough Island, was re-captured by the same ringer, Ian Buxton, who first ringed it and many others, on 28 June, 1975.

Previously the longest-lived puffin was a 33-year-old from Iceland.

There could even be a handful remaining alive from those ringed back in 1970, so there is potential to break the record again in the next few years
Dave Steventon
Ringer

Experts from the bird-ringing group have been visiting the Shiant islands since 1970.

During this year's expedition, they came upon two old-age puffins - one at least 32, the other more than 34 and the second bird beat the European record.

Experts involved in the British Trust for Ornithology's bird ringing scheme said it was possible even older puffins could be discovered in the next few years.

David Steventon, founder of the Shiants Auks ringing group and a member of ringing expeditions to the island in the 1970s, said: "These longevity records were almost inevitable, as ringing data shows that adult survival rates are about 92%.

"Therefore we would expect that about 25 of the 441 birds ringed in 1975 will still be alive and could be recaught in 2009.

"There could even be a handful remaining alive from those ringed back in 1970, so there is potential to break the record again in the next few years."

He added: "Compared to recent years, the puffins are having a good breeding season this year, bringing in good-sized sand eels for their young."20. júlí kl. 15.33

Leiðrétting á lundafrétt:

Elsti lundinn sem fundist hefur í Eyjum í það minnsta 38 ára gamall

Elsti lundinn sem fundist hefur í Eyjum í það minnsta 38 ára gamall  

Nýjustu tíðindi herma að elsti lundinn sem fundist hefur í Vestmannaeyjum sé í það minnsta 38 ára gamall.  Þetta segja þau Hálfdán Helgason og Elínborg Sædís Pálsdóttir, líffræðingar hjá Náttúrustofu Suðurlands.  Það var Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða sem merkti lundann.  Þetta kemur fram í viðtali við þau Hálfdán og Elínborgu sem birtist í næsta tölublaði Frétta.

Fyrr í dag var sagt frá því að breska ríkisútvarpið BBC hefði eftir breskum fuglafræðingum að elsti lundi Evrópu hefði fundist á eyjunni Shiant við vesturhluta Skotlands.  Hægt er að lesa grein BBC með því að smella hér.

Þá er sagt frá 35 ára gömlum lunda á Safnavef Vestmannaeyjabæjar en greinina má lesa með því að smella hér.

En eins og áður sagði er nú komið í ljós að elsti lundinn er í það minnsta 38 ára gamall, hugsanlega eldri og hann fannst auðvitað í Vestmannaeyjum.

Fyrri frétt Eyjafrétta um málið:
Hvað er elsti lundinn gamall?

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=29745

http://eyjar.net/?p=101&id=29744Enn elsti lundi heims er/var 42+, og er norskur.

25.06.2009 00:19

Heimsmethafinn í vitanum (Fréttir 24.06.2009)

Smá leiðrétting: Þetta byrjaði vegna 100 ára afmæli Stórhöfðavitans árið 2006, enn varð svo af heilli "kvikmynd".

22.06.2009 15:40

Heimsmethafinn í vitanum (Morgunblaðið)

Fróðleg og falleg
Sæbjörn Valdimarsson er vel sáttur við heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar um Óskar J. Sigurðsson, vitavörðinn í Stórhöfða. 28...
Stórhöfðaviti »Fróðleg og falleg heimildarmynd um stórmerkilegt ævistarf æðrulauss manns,« segir Sæbjörn Valdimarsson um heimildarmynd Jóns Karls.
 
Hægláti heimsmethafinn
Heimsmethafinn í vitanumROKRASS og veðravíti kemur sjálfsagt fyrst í huga Íslendinga þegar þeir heyra nafnið Stórhöfði. Engin furða því þar hefur mælst mestur vindhraði á landinu, einir 67 metrar á sekúndu. Til að útskýra það betur má nefna að helmingurinn af þeirri veðurhæð er ósvikið manndrápsveður og ekki hundi út sigandi.
Tiltölulega þröngur hópur þekkir hinsvegar til Óskars J. Sigurðssonar, mannsins sem gerði það að ævistarfi að taka við vörslu vitans á Stórhöfða af föður sínum og jafnframt að stunda nákvæmar veðurathuganir á þriggja tíma fresti árið út og inn. Þá er ótalið eitt merkasta af mörgum verkefnum Óskars þar uppi í höfðanum, sem er margvíslegar umhverfisrannsóknir, m.a. á eiturefnum í úrkomu sem gefa mikilvægar upplýsingar um manngerða ógn sem steðjar að lífríkinu. Síðast en ekki síst er Óskar einn afkastamesti fuglamerkingamaður landsins, og heimsins (sbr. tilvitnun í Heimsmetabók Guinnes í upphafi myndarinnar), hefur merkt tæplega 90.000 fugla, einkum lunda, fýl og snjótittling, algengustu nágranna þessa mæta náttúruunnanda. Hann er hvergi nærri hættur og kæmi ekki á óvart þó hann nálgaðist 100 þúsund fugla markið áður en hann leggur háf sínum til hlés.

Starfsævi Óskars er orðinn löng og ströng, hann hóf veðurmælingar upp úr miðri síðustu öld og tók við vitvörslu af föður sínum skömmu síðar. Nú stendur hann á merkum tímamótum, hann er að ljúka farsælu ævistarfi sem vitavörður því nú hefur tæknin útrýmt þessari mikilvægu og lífsnauðsynlegu öryggisgæslu. Óskar er að fylla kvótann í árum talið sem opinberir starfsmenn falla undir og þá mun síðasti vitavörður landsins leggja niður störf, en vitinn sjálfur er aldargamall um þessar mundir. Veðurathuganir og fuglamerkingar verða hins vegar áfram í hans höndum svo lengi sem hann sjálfur ákveður.

Sá sem þessar línur skrifar var svo lánsamur að kynnast lífinu uppi á Stórhöfða sem starfsmaður við viðhald hjá Vitamálastofnun á sjöunda áratugnum. Það var ógleymanlegur tími á höfðanum, þessari náttúruperlu iðandi af fjölbreyttu lífi. Góðviðrisdagarnir eru minnisstæðari en rokið og rigningin, sem þó hefur sjálfsagt verið meira áberandi í veðurfarinu. Hvað sem því líður var alltaf dúnalogn í kringum hæverska vitavörðinn sem vann öll sín verk af fumleysi og yfirvegun vísindamannsins. Óskar hefur allt til að bera sem prýtt getur slíkan mann en aðstæðurnar réðu því að hann var þegar á unglingsaldri orðinn ómissandi við ýmsar vísindalegar athuganir sem voru óvenju bindandi. Þegar maður sér Óskar áratugum síðar er þessi sama friðsæla og ábyrga vísindamannsára yfir manninum, hann hefur lítið breyst eins og höfðinn. Heimsmethafinn í vitanum er fróðleg og falleg heimildarmynd um stórmerkilegt ævistarf æðrulauss manns sem hefur kosið að fást við þau í friði fyrir áreiti umhverfisins. Afköst hans við fuglamerkingar eru með ólíkindum og eru og verða hornsteinn í rannsóknum á lífríkinu þar sem uggvænleg teikn eru á lofti um snarpa sviptivinda. Lífræna gagnasöfnunin eru síst ómerkari, sama má segja um fjölmörg önnur störf þessa hægláta manns sem löngu var orðið tímabært að kynna fyrir alþjóð.
Morgunblaðið 22. júní 2009 bls.

20.06.2009 19:50

Heimsmethafinn í vitanum (Morgunblaðið)

Síðasti vitavörðurinn
Heimildarmynd um Stórhöfðavita forsýnd í dag
»HANN fæddist þarna; pabbi hans var vitavörður og afi hans líka,« segir Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður um Óskar J. Sigurðsson vitavörð á Stórh...
Óskar J. Sigurðsson með lundapysju.<br /><em> </em>
 
Heimsmethafinn í vitanum Óskar J. Sigurðsson með nær fullvaxinn lundaunga.
»HANN fæddist þarna; pabbi hans var vitavörður og afi hans líka,« segir Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður um Óskar J. Sigurðsson vitavörð á Stórhöfða. Jón Karl og Kristín Jóhannsdóttir í Vestmannaeyjum forsýna í Háskólabíói kl. 17 í dag nýja heimildarmynd sína um Óskar, en hún heitir Heimsmethafinn í vitanum.

»Vitinn er rúmlega hundrað ára gamall, og nú er sonur Óskars að taka við veðurathugununum af pabba sínum, vitavarðarstarfið er orðið sjálfvirkt.«

Óskar vitavörður hefur stundað veðurathuganir á Stórhöfða frá 1952, og gert merkar umhverfisrannsóknir fyrir virtustu vísindastofnanir heims. Þar fyrir utan hefur hann sett heimsmet í fuglamerkingum, merkt yfir 88 þúsund fugla, að sögn Jóns Karls. Óskar er jafnframt síðasti vitavörðurinn á Íslandi sem býr í vita.

»Óskar er búinn að vera þarna alla sína hundstíð, og þarf að taka veðrið á þriggja tíma fresti, nótt og dag, átta sinnum á sólarhring. Það hefur aðeins einu sinni klikkað hjá honum, og það var í eldgosinu, þegar hann fór í eldmessuna. Það var í fyrsta skipti sem ekkert veðurskeyti barst frá Stórhöfða. Þetta er versta veðurstöð landsins og það erfiðasta við gerð myndarinnar var að taka myndir af vonda veðrinu. Annað hvort komst maður ekki út úr bílnum og varð að hringja í Óskar úr bílnum fyrir framan vitann, eða lét sig hafa það að geta ekki staðið í lappirnar.« Það má því fullyrða að vonda veðrið í myndinni sé alekta. Í sumar fer myndin á heimildarmyndahátíðir útí heimi og verður því ekki formlega frumsýnd hér á landi fyrr en í vetur.
Morgunblaðið 20. júní 2009 bls 42
og á mbl.is

19.06.2009 16:27

Heimsmetahafinn í vitanum (Eyjafréttir.is)


Í forsýningarlok. Frá vinstri: Kristín Jóhannsdóttir, Elliði Viðarsson, Jón Karl Helgason, Óskar J. Sigurðsson og Pálmi Freyr Óskarsson.

19. júní kl. 11.15

Heimsmetahafinn í vitanum:

Frábær heimildamynd um fjölbreytta starfsemi í Stórhöfða

Áhorfendur klöppuðu vel og lengi í sýningarlok


Í gær var kvikmyndin Heimsmetahafinn í vitanum forsýnd í Bæjarleikhúsinu fyrir fullu húsi. Það er Jón Karl Helgason, kvikmyndagerðarmaður sem er leikstjóri myndarinnar en handritið unnu hann og Kristín Jóhannsdóttir. Myndin fjallar í stuttu máli um Stórhöfða, sögu Óskars J. Sigurðssonar vitavarðar og hans störf á Stórhöfða. Áhorfendur kunnu greinilega vel að meta myndina og klöppuðu vel og lengi í sýningarlok.


Í myndinni er komið inn á uppvaxtarár Óskars, sem helst vildi vera í Stórhöfða allar stundir en vegna skólagöngu þurfti hann að dvelja í bænum hjá góðu fólki eins og hann segir sjálfur. Hann lét það þó ekki eftir sér að ganga reglulega sex kílómetra leið frá bænum og út í Stórhöfða til að komast heim, jafnvel í slæmum vetrarveðrum.


Þá er einnig komið inn á þau fjölmörgu störf sem þeir feðgar inna af hendi í Stórhöfða. Fyrir utan veðurathuganir á þriggja tíma fresti, hefur Óskar séð um rekstur Stórhöfðavita og er jafnframt síðasti vitavörður landsins. Þá safnar Óskar ýmsum gögnum fyrir náttúrurannsóknir og hefur Stórhöfði getið af sér gott orð meðal vísindamanna um allan heim, bæði fyrir vönduð vinnubrögð og góðar aðstæður. Þá er einnig fjallað ítarlega um fuglamerkingar Óskars, sem er heimsmetahafi í fuglamerkingum. Óskar aðstoðaði m.a. við rannsókn á vetrarstað lundans en tuttugu lundar voru merktir með staðsetningartækjum. Í ljós kom að lundarnir halda sig undir Hvarfi á Grænlandi og allt suður í mitt Atlantshaf yfir vetrartímann.

Heimsmetahafinn í vitanum er góð heimildamynd og frábær heimild um þá fjölbreyttu starfsemi sem unnin er í Stórhöfða. Jóni Karli hefur tekist að fá þá feðga í lið með sér sem gerir myndina enn betri en myndin var í þrjú ár í vinnslu. Áætlað er að forsýna myndina einnig í Reykjavík á morgun, laugardag en eftir það verður hún send á kvikmyndahátíðir um allan heim.http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=29386

01.08.2008 00:31

Ég vil óska öllum gleðilegrar Þjóðhátíðar 2008

Og þar sem ég verð á Faxastig 12 þá verð ég netsambandslaus, nema ef einhver nágranni gæti verið svo góður að gefa mér aðgang að þrálausri netsamband til mánudags.

Enn einsog staðan er þá verður væntanlega veðurbloggið niðri. Og svo er ég líka í tæknilegum vandræðum að senda MMS og SMS, þannig að ég get væntanlega ekki heldur sent inn á bloggið mitt úr símanum.

Og þig sem vilji þá mynd af ykkur, þá skulu ekki hika við að biðja um það. Enn ég get tekið yfir 5000 myndir á einu korti, eða bara myndbönd á 1 klst og 30 min. Reyndar fer það eftir stærðinni.

Og tilefni Þjóðhátíðar 2008, skulum við rifja upp Þjóðhátíðina á Breiðabakka 1976, eða þegar ég var 2. ára.

Og svo endum til ársins 1980 þegar ég var 6 ára.

25.06.2008 19:48

Ég og faðir minn uppá Edfelli árið 1976?

Eða þegar ég var tveggja? ára.

Er að prufa hvernig ég á að hafa þetta færslulið með gömlum myndum.

13.06.2008 07:20

Þann 13. júni 1974 fæddist Stórhöfðingi

Enn í dag 13. júní 2008 er þessi Stórhöfðingi 34 ára.


Ég og stóra systir mín hún Matthildur


Ég og faðir minn í gönguferð uppá Eldfelli árið 1976??

 
Ég og "uppáhaldsleiktækið" mitt

Vindmælir á Stórhöfða bilaður 8. mars 2013

atburður liðinn í

6 ár

1 mánuð

11 daga

Vindmælir á Stórhöfða bilaður 8. mars 2013

atburður liðinn í

6 ár

1 mánuð

11 daga